Persónuverndarstefna

Grammatek leggur ríka áherslu á persónuvernd og að vinna aldrei persónuupplýsingar að nauðsynjalausu. Persónuupplýsingum er aldrei dreift til þriðja aðila án upplýsts samþykkis. Grammatek uppfyllir innlend og evrópsk lög um persónuvernd (GDPR).

VAFRAKÖKUR Á GRAMMATEK.COM

Grammatek notar einungis vafrakökur sem nauðsynlegar eru fyrir virkni vefsíðunnar. Engar vafrakökur frá þriðja aðila eru nýttar, s.s. Google Analytics eða tengingar við samfélagsmiðla.

SÆMI

Spurningasvörunarkerfið Sæmi tekur við spurningum á tal- eða textaformi frá notendum. Engum persónuupplýsingum er safnað við notkun kerfisins og notendum er bent á að gefa ekki frá sér persónuupplýsingar eins og kennitölu við notkun kerfisins. Spurningar eru vistaðar hjá Grammateki á textaformi, í þeim tilgangi að bæta kerfið, en öllum talupptökum er eytt jafn óðum. Öllum skrám sem innihalda upplýsingar um samtöl er eytt eftir 30 daga.

SÍMARÓMUR

Símarómur er app sem les texta af skjám snjallsíma. Textarnir, sem forritið á að lesa, eru sendir á vefþjón vinnsluaðila, sem býr til talútgáfur af textunum. Engum notendaupplýsingum, eins og IP-tölum síma, er safnað gegnum Símaróm. Öllum textum og hljóðupptökum er eytt jafn óðum og því engir textar eða aðrar upplýsingar frá notendum vistaðar á vegum kerfisins.

BREYTINGAR

Þessari persónuverndarstefnu er við haldið eftir þörfum og samkvæmt lögum þar um.

HAFA SAMBAND

Ef þú hefur frekari spurningar varðandi persónuvernd eða persónuverndarstefnu hjá Grammateki, vinsamlegast hafðu samband gegnum info@grammatek.com.

Grammatek ehf
Fjólulundur 4
300 Akranes