Grammatek ehf vinnur að þróun spurningasvörunarkerfis fyrir vefsíðu sveitarfélags í samvinnu við Akraneskaupstað. Sæmi verður kerfi sem svarar spurningum bæjarbúa sjálfvirkt í gegnum vefsíðu, óháð opnunartíma þjónustuvers. Verkefnið er styrkt af Rannís, Markáætlun í tungu og tækni.
Máltækni fyrir íslensku 2018-2022
Verkáætlun
Anna Björk er ein höfunda skýrslunnar Máltækni fyrir íslensku 2018-2022. Að þessu stóra verkefni
vinna nú 9 háskólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök undir heitinu Samstarf um íslenska máltækni (SÍM).
Grammatek stýrir verkefninu fyrir hönd SÍM og sinnir einnig gagna- og hugbúnaðarþróun.
Fundir og fyrirlestrar
Við hjá Grammatek erum reyndir fyrirlesarar sem getum haldið kynningar
á íslensku, ensku og þýsku. Við erum líka alltaf til í spjall um máltækni yfir kaffi, te eða bjór.