Í dag kom út uppfærsla á Símarómi fyrir iOS. Þetta er umfangsmikil uppfærsla þar sem fimm nýjum röddum og textauppljómun hefur verið bætt við appið. Innbyggða röddin “Steinn” hefur nú fengið til liðs við sig raddirnar Kára, Mirru, Ragnar, Sögu og Sóleyju

Símarómur raddir
Símarómur býður nú upp á sex íslenskar talgervilsraddir, þar af þrjár með mismunandi blæbrigðum.


Raddirnar Kári, Mirra og Ragnar styðja mismunandi blæbrigði í lestri: hlutlausan, vingjarnlegan og hjálplegan stíl. Þetta gefur notendum möguleika á að stilla upplesturinn eftir sínum þörfum. Símarómur er þar með fyrsta talgervilsappið á heimsvísu sem býður upp á mismunandi stillingar á blæbrigðum fyrir kerfisraddir, sem eru aðgengilegar í öllum öppum.

Einungis hálfu ári eftir útgáfu tryggir Símarómur íslenskum notendum betra úrval radda en í boði eru fyrir flest önnur tungumál. Einungis örfá stærstu tungumálanna hafa fleiri raddir en Símarómur á iOS!

Við erum þó hvergi nærri hætt: fleiri raddir, fleiri blæbrigði, ný líkön, ljóslestur og margt fleria er í vinnslu hjá Grammateki - fylgist með!